Breiðablik þarft á kraftaverki að halda ætli liðið áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar.
Blikar spiluðu fínan leik gegn FC Kaupmannahöfn í kvöld en um er að ræða eitt stærsta lið Norðurlandana.
Tveir Íslendingar leika með FCK en Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson komu báðir inná sem varamenn.
Ísak ræddi við 433.is eftir leikinn í kvöld.
,,Mér fannst Breiðablik þvílíkt flottir í þessum leik, þeir spiluðu vel og eru hörkuflottir, það var sterkt hjá okkur að ná í 2-0 sigur,“ sagði Ísak.
,,Við vissum að þeir væru hörkuflottir á sínu gervigrasi. Það var gæðastimpill á mörkunum okkar.“
,,Það var skrítið að heyra íslensku talaða í hinu liðinu og allt svoleiðis en þetta var bara skemmtilegt.
Nánar er rætt við Ísak hér.