Báðir Íslendngarnir í FCK eru á bekknum í leik gegn Breiðablik í Meistaradeildinni í kvöld.
Um er að ræða fyrri leik liðanna af tveimur í undankeppninni en sá seinni fer fram í Köben, á Parken.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson eru þeir Íslendingar sem spila með FC en Hákon Arnar Haraldsson er farinn til Lille.
Hjá FCK byrjar þó Roony Bardghji en hann er 17 ára gamall og leikur á hægri vængnum.
Í fremstu víglínu er enginn annar en Jordan Larsson en hann er sonur goðsagnarinnar, Henrik Larsson.
Breiðablik teflir að sama skapi fram sterku liði og eru til alls líklegir á heimavelli sínum í Kópavogi.
Gísli Eyjólfsson og Jason Daði Svanþórsson eru klárir eftir örlítil vandræði gegn ÍBV á föstudag.
Hér má sjá byrjunarliðin í kvöld.
Breiðablik:
Anton Ari Einarsson
Oliver Sigurjónsson
Damir Muminovic
Alexander Helgi Sigurðarson
Höskuldur Gunnlaugsson
Viktor Karl Einarsson
Kristinn Steindórsson
Gísli Eyjólfsson
Jason Daði Svanþórsson
Viktor Örn Margeirsson
Andri Rafn Yeoman
FCK:
Kamil Grabara
Valdemar Lund
Dennis Vavro
Elias Jelert
Kevin Diks
William Ciem
Lukas Lerager
Rasmus Falk
Roony Bardghji
Jordan Larssonm
Diogo Goncalves