fbpx
Mánudagur 01.september 2025
433Sport

Risastór misskilningur setti allt af stað í fjölmiðlum: Voru sammála en enginn lét vita – ,,Ég fór bara til Dúbaí með kærustunni“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabriel Agbonlahor, fyrrum undrabarn Englands, hefur tjáð sig um ansi skondinn misskilning sem átti sér stað árið 2007.

Agbonlahor hafði þá spilað sitt fyrsta alvöru tímabil fyrir Aston Villa og átti að fara með enska U21 landsliðinu á EM.

Búist var við Agbonlahor í enska hópnum en hann lét aldrei sjá sig og var þess í stað í sumarfríi í Dúbaí með kærustu sinni.

Ástæðan er ansi fyndin en Agbonlahor neitar að taka sökina á sig.

,,Ég hafði spilað mitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni, 19 ára gamall og Martin O’Neill [stjóri Villa] var sammála mér í því að ég hefði spilað nánast hvern einasta leik og að ég þyrfti ekki að fara á mótið,“ sagði Agbonlahor.

,,Ég þurfti hvíld og þurfti að fara í sumarfrí um leið. Það var eitthvað sem hann nefndi þó ekki við Stuart Pearce [landsliðsþjálfara U21 liðsins], hann hafði gleymt því.“

,,Ég fór bara til Dúbaí með kærustu minni og fékk síðar skilaboð frá vinum mínum sem bentu mér á fréttirnar á Sky Sports. Þar var fjallað um að ég hefði horfið. Ég var steinhissa, hann sagði við mig að ég þyrfti ekki að fara?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða

Bjartsýni hjá Liverpool að ná að kaupa báða
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu

Donnarumma við það að ganga í raðir City – Á leið í læknisskoðun í heimalandinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag

Schmeichel hraunar yfir Arsenal og Arteta – Hefur aldrei haldið meira með liði en Liverpool í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir

England: Fengu skell á heimavelli og hafa enn ekki skorað eftir þrjár umferðir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu

Besta deildin: Ótrúleg endurkoma Stjörnunnar – Sigurmark á 98. mínútu
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard

Byrjunarlið Liverpool og Arsenal – Merino byrjar fyrir Odegaard
433Sport
Í gær

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum

Allt bendir til þess að United verði án lykilmanns í stórleikjunum