Gabriel Agbonlahor, fyrrum undrabarn Englands, hefur tjáð sig um ansi skondinn misskilning sem átti sér stað árið 2007.
Agbonlahor hafði þá spilað sitt fyrsta alvöru tímabil fyrir Aston Villa og átti að fara með enska U21 landsliðinu á EM.
Búist var við Agbonlahor í enska hópnum en hann lét aldrei sjá sig og var þess í stað í sumarfríi í Dúbaí með kærustu sinni.
Ástæðan er ansi fyndin en Agbonlahor neitar að taka sökina á sig.
,,Ég hafði spilað mitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni, 19 ára gamall og Martin O’Neill [stjóri Villa] var sammála mér í því að ég hefði spilað nánast hvern einasta leik og að ég þyrfti ekki að fara á mótið,“ sagði Agbonlahor.
,,Ég þurfti hvíld og þurfti að fara í sumarfrí um leið. Það var eitthvað sem hann nefndi þó ekki við Stuart Pearce [landsliðsþjálfara U21 liðsins], hann hafði gleymt því.“
,,Ég fór bara til Dúbaí með kærustu minni og fékk síðar skilaboð frá vinum mínum sem bentu mér á fréttirnar á Sky Sports. Þar var fjallað um að ég hefði horfið. Ég var steinhissa, hann sagði við mig að ég þyrfti ekki að fara?“