Southampton hefur hafnað fyrsta tilboði Liverpool í Romeo Lavia.
Lavia, sem er aðeins 19 ára gamall, heillaði með Southampton á síðustu leiktíð en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.
Miðjumaðurinn hefur í kjölfarið verið sterklega orðaður við fjölda stórliða.
Liverpool er hins vegar efst í huga hans og vill leikmaðurinn halda þangað.
Fyrsta tilboð frá Liverpool barst Southampton í dag og hljóðaði það upp á 37 milljónir punda.
Southampton hefur sett 50 milljóna punda verðmiða á Lavia.
Jurgen Klopp hefur unnið í því að endurnýja miðsvæði sitt í sumar. Dominik Szoboszlai er kominn frá RB Leipzig og Alexis Mac Allister frá Brighton.
Þá eru miðjumenn einnig farnir eða á útleið.