Chelsea hefur hafnað fyrsta tilboði West Ham í miðjumanninn Conor Gallagher.
Gallagher, sem er 23 ára gamall, er uppalinn hjá Chelsea en hefur einnig leikið með Crystal Palace, WBA og Swansea á láni.
Nú er miðjumaðurinn hins vegar líklega endanlega á förum.
West Ham er líklegasti áfangastaðurinn og sem fyrr segir bauð félagið 40 milljónir punda í hann. Því var hins vegar hafnað.
Chelsea er þó opið fyrir því að selja Gallagher en vill 50 milljónir punda fyrir hann.
Chelsea have rejected West Ham first bid for Conor Gallagher around £40m with add-ons. 🚨🔵⛔️
After discussing internally and also with Mauricio Pochettino, Chelsea decided to reject.
West Ham remain interested but #CFC want at least £50m to sell Conor. pic.twitter.com/CRLpg0CXDl
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 25, 2023