Það er nokkuð ljóst að Eric Bailly á ekki mikla framtíð fyrir sér hjá Manchester United. Hann birti athyglisverða færslu á samfélagsmiðla.
Bailly hefur verið á mála hjá United síðan 2016 en á síðustu leiktíð var varnarmaðurinn á láni hjá Marseille.
Hann á ár eftir af samningi sínum.
Bailly birti athyglisverða færslu á samfélagsmiðla þar sem hann var staddur fyrir utan æfingasvæði United. Birti hann mynd og skrifaði: „Búinn.“
Ekki eru allir klárir á hvað þetta merkir. Gæti þetta þýtt að tíma hans hjá United sé lokið eða þá að hann sé búinn að semja við annað félag. Hefur Bailly til að mynda verið orðaður við Al-Nassr í Sádi-Arabíu.