fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Grímur allt annað en hrifinn af þróuninni og ritar harðorðan pistil – „Á meðan liggja þúsundir fórnarlamba í gröfinni og bíða eftir réttlæti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 25. júlí 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mikil spenna. Mbappe fær 103 milljarða í laun fyrir eitt ár að spila fótbolta í Sádi Arabíu. Ef hann tekur tilboðinu kemur kannski sambærileg yfirlýsing frá honum eins og öðrum fótboltamönnum sem þangað hafa farið síðustu vikur og mánuði: „Ég gerði þetta ekki fyrir peningana. Ég var fyrst og fremst að hugsa um fjölskylduna mína og hve fjölskylduvænt þetta umhverfi er.“

Svona hefst pistill Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar, á Facebook síðu hans um yfirtöku Sádi-Araba á knattspyrnuheiminum.

Kveikjan er ofurtilboð Al Hilal í Sádi-Arabíu til bæði Paris Saint-Germain og Kylian Mbappe. Félagið bauð 259 milljónir punda í leikmanninn, sem myndi gera hann að þeim dýrasta í sögunni. Þá myndi Mbappe sjálfur þéna gríðarlega.

Sádi-Arabar hafa látið til sín taka á leikmannamarkaðnum í sumar og fengið fjöldan allan af stórstjörnum til sín. Þá mætti Cristiano Ronaldo í deildina þar í landi síðasta vetur.

Grímur er vægast sagt ekki hrifinn af þessari þróun.

„Sádi Arabía er skelfilegt einræðisríki þar sem mannréttindi eru fótumtroðin og minnihlutahópar eru kúgaðir. Það er afleitt að vera kona í Sádi Arabíu og enn verra að vera samkynhneigður svo ekki sé talað um trans. Yfir landinu drottnar konungsfjölskylda sem hagnast hefur gríðarlega á náttúruauðlindum landsins sem hún telur til sinna eigna. Er auður hennar metinn á um 185 billjarða króna sem er í raun óskiljanleg tala en myndi duga til að reka íslenska ríkið næstu 200 árin eða svo.“

Grímur bendir á morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Hann hafði gagnrýnt yfirvöld í Sádi-Arabíu harðlega.

„Mohammed bin Salman, prinsinn hérna á myndinni, lét myrða blaðamanninn Jamal Khashoggi þegar sá síðarnefndi heimsótti sendiráð Sáda í Istanbul 2. október 2018. Sádar höfðu til þessa dags geta losað sig við óþægilegt fólk sérstaklega heima fyrir án nokkurra afleiðinga. Sádar eru bandamenn okkar og mega gera það sem þeim sýnist var viðkvæðið. En þarna í október 2018 virtist sem Salman prins hafi stigið yfir einhver mörk. Samskipti Bandaríkjanna og annarra bandamanna við Sáda virtust verða stirð um hríð. En það var bara leikrit.

Auðvitað breytti þetta morð engu. Ekki frekar en aftökur, pyntingar, skoðanakúgun og kvenfyrirlitning sem óbreyttir borgarar Sádi Arabíu hafa þurft að þola á hverjum degi sl. þúsund ár eða svo. Salman réði til sín her almannatengla og gerði plan. Á þeim tæpu fimm árum sem liðin eru hefur hann svo sannarlega náð að sýna hvar hollsta okkar liggur: við peninga. Á milli áranna 2021 og 2022 þrefölduðust dauðarefsingar í Sádi Arabíu en þegar fréttir á t.d. íslenskum fréttamiðlum eru skoðaðar þá snúast þær nær allar um nýja risa golfmótið í landinu eða alla útbrunnu fótboltamennina sem þangað fara til þess að taka þátt í hvítþvotti þessara mjög svo andstyggilegu stjórnvalda. Það eru u.b.b. 40 fréttir um golf og fótbolta á móti hverri frétt um mannréttindabrot.“

Grímur telur að íþróttahreyfingin þurfi að bregðast við.

„Það hefur löngum verið blaður innan íþróttahreyfingarinnar að blanda ekki stjórnmálum við íþróttir. Svona Júróvisjón þvaður. Þessi aðgerð Sádi Arabíu í tengslum við íþróttir er líklega stærsta pólitíska orðspors aðgerð sögunnar og íþróttahreyfingin dansar með. Á meðan liggja þúsundir fórnarlamba einræðisríkisins Sádi Arabíu í gröfinni og bíða eftir réttlæti.“

Pistilinn í heild má nálgast hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar