Marcus Rashford segir að Kyle Walker sé erfiðasti varnarmaður sem hann hefur mætt.
Enski sóknarmaðurinn, sem fór á kostum með Manchester United á síðustu leiktíð, sat fyrir svörum í The Overlap hjá Gary Neville.
Neville spurði hann um erfiðasta varnarmanninn sem hann hefur mætt og sagði Rashford Walker, bakvörður Manchester City.
„Ég myndi segja Kyle Walker. Hann er ótrúlega sterkur líkamlega og það er alltaf erfitt að mæta honum.
Þú verður að reyna að koma honum á óvart eða í stöður sem henta honum ekki. Jafnvel þá er hann samt góður í að bregðast við.“