Íþróttamálaráðuneyti Sádi-Arabíu hefur ráðstafað svakalegum fjárhæðum í knattspyrnudeildina þar í landi næstu árin ef marka má nýjustu fréttir.
Sádar hafa sankað að sér stórstjörnum undanfarnar vikur og mánuði. Eftir komu Cristiano Ronaldo til Al Nassr síðasta vetur hafa stjörnur á borð við Karim Benzema, N’Golo Kante, Ruben Neves, Roberto Firmino og Riyadh Mahrez mætt á svæðið. Svona mætti lengi áfram telja.
Samkvæmt íþróttablaðamanninum Ben Jacobs gerir íþróttamálaráðuneyti Sádi-Arabíu ráð fyrir að eyða 17 milljörðum punda í deildina þar til 2030.
Fjögur félög eru í eigu opinbers fjárfestingasjóðs landsins.
Eitt þeira, Al Hilal, bauð 259 milljóna punda tilboð í Kylian Mbappe í gær og hefur Paris Saint-Germain samþykkt það. Það er þó ólíklegt að Mbappe vilji fara til Sádí.
The Ministry of Sport have allocated £17bn on Saudi Pro League transfers between now and 2030.💷 pic.twitter.com/pVUzCwEnj5
— Ben Jacobs (@JacobsBen) July 24, 2023