Tveimur leikjum er lokið á HM það sem af er degi. Fyrsta umferðin kláraðist og önnur umferð rúllaði af stað.
Í nótt vann Kólumbía 2-0 sigur á Suður-Kóreu. Catalina Usem og hin 18 ára gamla Linda Caicedo gerðu mörkin í fyrri hálfleik.
Þýskaland og Kólumbía eru þar með með 3 stig eftir fyrstu umferð H-riðils en Suður-Kórea og Marokkó eru án stiga.
Filippseyjar unnu þá óvæntan sigur á heimakonum í Nýja-Sjálandi í annarri umferð A-riðils.
Nýja-Sjáland hafði unnið fyrsta leik sinn gegn Noregi nokkuð óvænt en tapaði 0-1 fyrir Filippseyjum með marki frá Sarinu Bolden um miðjan fyrri hálfleik.