BBC harmar spurningu sem fréttamaður ríkismiðilsins bar upp á blaðamannafundi fyrir leik Marokkó og Þýskalands sem fram fór á HM í gær.
Leiknum sjálfum lauk með 6-0 sigri Þýskalands en á blaðamanafundi Marokkó fyrir leik fékk fyrirliðinn Ghizlane Chebbak athyglisverða spurningu.
„Nú er ólöglegt að vera í sambandi með einstaklingi af sama kyni í Marokkó. Eru samkynhneigðir leikmenn í ykkar liði og hvernig er það fyrir þær?“ spurði fréttamaður BBC.
Stjórnandi fundarins greip þarna inn í. „Afsakaðu. Þetta er mjög pólitísk spurning. Við skulum halda okkur við spurningar sem snúa að fótbolta.“
Fréttamaðurinn gafst ekki upp. „Nei, þetta er ekki pólitísk spurning. Þetta snýst um fólk. Vinsamlegast leyfðu henni að svara spurningunni“
Talsmaður BBC hefur tjáð sig um málið.
„Við áttum okkur á því að spurningin var óviðeigandi. Það var ekki ætlunin að valda neinum skaða eða óþæginum.“
Myndband af þessu er hér að neðan.
Vor dem Spiel gegen Deutschland wurde Marokkos Kapitänin Ghizlane Chebbak gefragt, ob es homosexuelle Spielerinnen im Team gibt und wie es ihnen in ergeht – homosexuelle Handlungen sind in Marokko illegal. Eine FIFA-Sprecherin wies die Frage als "politisch" ab.#FIFAWWC #GERMAR pic.twitter.com/olvc9j1Q6b
— Deutschlandfunk Sport (@DLF_Sport) July 24, 2023