Sóknarmaðurinn umdeildi Ousmane Dembele hefur hafnað því að ganga í raðir Al-Nassr í Sádí Arabíu.
Footmercato fullyrðir þessar fregnir en Dembele er á mála hjá Barcelona og er einn mikilvægasti leikmaður liðsins.
Dembele hefði fengið svakalega launahækkun í Sádí Arabíu og hefði þénað 200 milljónir evra fyrir fimm ára samning.
Frakkinn hafði þó engan áhuga á að færa sig til landsins og hafnar því að fá að spila með goðsögninni Cristiano Ronaldo.
Dembele er 26 ára gamall en hann telur sig enn eiga mikið inni í Evrópuboltanum og vill ekki færa sig um set.
Barcelona er að reyna að fá Dembele til að krota undir framlegingu en Al-Nassr virkjaði kaupákvæði í samningi leikmannsins upp á 50 milljónir evra.