Crystal Palace er óvænt á eftir Aymeric Laporte, varnarmanni Manchester City. Þetta kemur fram í breska götublaðinu Daily Star.
Hinn 29 ára gamli Laporte var aðeins 20 sinnum í byrjunarliði Pep Guardiola á síðustu leiktíð og vill stærra hlutverk. Frammistaða manna eins og Ruben Dias, John Stones, Nathan Ake og Manuel Akanji héldu honum oft á bekknum.
Það gæti orðið til þess að Laporte yfirgefi City í sumar og virðist Palace hafa áhuga.
Annars er það að frétta af Palace að ljóst er að félagið missir sinn besta mann, Wilfried Zaha, frítt til Galatasaray.
Þá er Chelsea á eftir öðrum lykilmanni liðsins, Michael Olise.