fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Skiljanlega brjáluð því þeir íhuga að ráða inn dæmdan nauðgara – ,,Sendir skýr skilaboð til kvenna í íþróttum og í samfélaginu“

433
Mánudaginn 24. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki allir sem kannast við skoska félagið Glasgow United en það leikur í neðri deildunum í Skotlandi.

Glasgow ákvað nýlega að fá til sín framherja á reynslu sem ber nafnið David Goodwillie og er fyrrum skoskur landsliðsmaður.

Goodwillie var dæmdur fyrir nauðgun árið 2017 en hann á að baki leiki fyrir lið eins og Blackburn, Crystal Palace, Blackpool sem og lið í Skotlandi.

Framherjinn er 34 ára gamall í dag en Glasgow United notaði hann í æfingaleik á dögunum – eitthvað sem fór afskaplega illa í marga.

Susan Aitken, stjórnmálakona í Shettleton, þar sem Glasgow United er staðsett hefur nú hótað félaginu ef samið verður við leikmanninn.

Ef Goodwillie fær samning hjá félaginu er útlit fyrir það að Glasgow fái ekki að notast við núverandi æfingaaðstæður sem eru í eigu borgarinnar.

,,David Goodwillie var dæmdur fyrir nauðgun. Á þessum 12 árum hefur hann ekki sýnt nein merki um eftirsjá,“ kemur fram í tilkynningunni.

,,Hvaða félag sem ákveður að semja við hann er að senda skýr skilaboð til kvenna og stelpna – bæði í íþróttum og í samfélaginu.“

,,Það væri klikkuð ákvörðun. Ég hef beðið stjórnina um að skoða samkomulagið við Glasgow United og hef komið því skýrt á framfæri að borgin sé tilbúin að slíta öllum tengslum við félagið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi