Íslenska kvennalandsliðið í flokki 19 ára og yngri mætir Frakklandi í síðustu umferð riðlakeppninnar á lokakeppni EM í Belgíu í kvöld.
Leikurinn skiptir gríðarlega miklu máli enda á Ísland enn fínan möguleika á að komast upp úr riðlinum. Íslenska liðið er jafnt Spáni að stigum með 3 stig hvor og eru Frakkar efstir í riðlinum með 6 stig.
Spánn og Tékkland mætast á sama tíma.
Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á RÚV 2 klukkan 18:30.