fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Trúin og hugarfarið geti gert kraftaverk fyrir Blika gegn danska stórveldinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. júlí 2023 14:30

Mynd/Helgi Viðar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Breiðabliks telur liðið eiga fína möguleika fyrir einvígið gegn FC Kaupmannahöfn í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu.

Blikar taka á móti dönsku meisturunum í FCK annað kvöld á Kópavogsvelli og fer seinni leikurinn fram á Parken í næstu viku. Íslandsmeistararnir unnu Shamrock Rovers í fyrstu umferð og með því er ljóst að Blikar eru öruggir með umspilsleik um sæti í Sambandsdeildinni hið minnsta, þó svo að tap gegn FCK verði niðurstaðan.

„Ef við erum trúir sjálfum okkur og hugarfarið er álíka því sem það hefur verið í þessu Evrópuævintýri, og í Evrópu undanfarin ár, við erum trúir okkur sjálfum og mætum á okkar forsendum, þá tel ég möguleika okkar nokkuð góða,“ segir Höskuldur við 433.is.

Mikill áhugi er fyrir leiknum og varð uppselt á mettíma.

„Þessi viðburður er stór fyrir íslenskan félagsliðafótbolta. Þetta er stærsta liðið á Skandinvavíu. Það kemur ekki á óvart að þetta veki áhuga.“

video
play-sharp-fill

Ljóst er að fyrri leikurinn hér heima er afar mikilvægur upp á möguleika Breiðabliks á að fara áfram. Leikmenn gera sér grein fyrir því.

„Hér líður okkur vel, með fólkið að styðja við bakið á okkur,“ segir Höskuldur.

Gengi Blika undanfarið hefur verið gott í deild og Evrópu. Höskuldur segir það henta Blikum vel að hafa nóg að gera og spila leiki með skömmu millibili.

„Mér finnst vera góð fylgni þar á milli. Maður finnur að þetta lyftir hópnum upp á tærnar og sullar út í deildina.

Maður kvartar ekki yfir að vera að spila á þriggja daga fresti. Það er bara draumur, færri æfingar og meiri gleði.“

Viðtalið í heild er í spilaranum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Í gær

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti

Ofurtölvan stokkar spilin – Arsenal pakkar deildinni saman og United gæti náð Meistaradeildarsæti
433Sport
Í gær

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
Hide picture