Breiðablik er að skoða það að fá til sín Birni Snæ Ingason frá Víkingi R. Þetta kemur fram í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.
Birnir hefur verið frábær fyrir bikarmeistara Víkings á þessari leiktíð. Þessi 26 ára gamli leikamaður hefur skorað sex mörk og lagt upp jafnmörg fyrir liðsfélaga sína.
Hann verður samningslaus í lok árs og er því frjáls ferða sinna eftir komandi leiktíð.
„Þeir eru farnir all-in í Birni Snæ,“ segir Hjörvar Hafliðason í nýjasta þætti Dr. Football.
Víkingur og Breiðablik eiga, ásamt Val í kapphlaupi um Íslandsmeistaratitilinn. Víkingur er þó 8 stigum á undan sem stendur.