fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Óskar Hrafn fer ítarlega yfir ærið verkefni gegn FCK – „Eigum enga möguleika nema við séum við sjálfir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. júlí 2023 12:17

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks segir að hans menn verði eingöngu að horfa á verkefnið fyrir framan sig, einvígið gegn FC Kaupmannahöfn í Meistaradeildinni á morgun, en ekki lengra. Hann er brattur fyrir leik liðanna.

Blikar taka á móti dönsku meisturunum í FCK annað kvöld á Kópavogsvelli og fer seinni leikurinn fram á Parken í næstu viku. Íslandsmeistararnir unnu Shamrock Rovers í fyrstu umferð og með því er ljóst að Blikar eru öruggir með umspilsleik um sæti í Sambandsdeildinni, þó svo að tap gegn FCK verði niðurstaðan.

„Við förum í alla leiki til að vinna þá. Við áttum okkur á því að verkefnið er ærið. FCK vann tvöfalt á síðasta tímabili, er með mikla Evrópusögu og mjög öflugt lið. Það er engin önnur leið að nálgast þennan leik en að ætla að vinna hann,“ segir Óskar við 433.is.

video
play-sharp-fill

Þurfa að vera þeir sjálfir

Óskar og hans menn horfa eingöngu á einvígið við FCK sem er framundan og hugsa ekki um framhaldið í Evrópukeppni eftir það.

„Lykilatriði fyrir okkur er að ná upp almennilegu orkustigi, ná upp ákefð í pressuna og vera mjög kröftugir. Þegar það er í lagi, varnarleikurinn er góður, þá fylgir yfirleitt hitt með. Þá verður sóknarleikurinn betri.

Við eigum enga möguleika í þessu einvígi nema við séum við sjálfir, þorum að spila, stíga hátt upp á þá, berum ekki of mikla virðingu fyrir þeim. Við þurfum að passa okkur á að lenda ekki í að þetta einvígi verði einhver biðstofa fyrir komandi leiki. Þetta er einvígið sem við þurfum að einbeita okkur að núna. Það eru möguleikar í þessu einvígi þó FCK sé sigurstranglegri aðilinn og stærra félag.“

Ljóst er að fyrri leikurinn hér heima er afar mikilvægur upp á möguleika Breiðabliks á að fara áfram. Óskar og leikmenn gera sér grein fyrir því.

„Brekkan verður brattari ef þú vinnur ekki heimaleikinn. Það er að sjálfsögðu markmiðið okkar. Við þurfum að ná í góð úrslit hér til að eiga möguleika.“

Mynd/Helgi VIðar

Þétt dagskrá kemur sér vel

En mun gervigrasið hjálpa Blikum gegn gríðarsterku liði FCK?

„Það getur gert það en það hjálpar ekkert ef við erum ekki á toppnum okkar, ef við spilum ekki eins nálægt hámarksgetu og mögulegt er. Þá skiptir engu máli á hvaða undirlagi við erum eða hvar við erum. Fyrst og síðast þurfum við að spila vel, leggja okkur fram, vera trúir því sem við stöndum fyrir.“

Blikar hafa verið í góðum takti undanfarið í deild og Evrópu.

„Það hjálpar til þegar þú spilar mikið af leikjum. Þá kemur takturinn fyrr. Við erum lið sem þarf á að halda að vera í takti. Mér finnst takturinn í liðinu ágætur núna. Undanfarin þrjú ár hefur þetta verið tíminn sem við stígum upp og gefum í. Vonandi verður það sama uppi á teningnum núna,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Viðtalið í heild er í spilaranum

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Í gær

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
Hide picture