Breiðablik mætir FC Kaupmannahöfn annað kvöld í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Tapi liðið einvíginu fer það í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar.
Blikar unnu Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni og eru nú mættir í aðra umferð.
Þar verður verkefnið töluvert erfiðara þar sem dönsku meistararnir í FCK eru andstæðingurinn.
Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld og sá seinni á Parken í næstu viku.
Sigurliðið úr einvíginu mætir Sparta Prag í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Tapliðið fer hins vegar í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar HSK Zrinjski frá Bosníu eða Slovan Bratislava frá Slóvakíu.