Sparta Prag verður andstæðingur Breiðabliks í þriðju umferð undnakeppni Meistaradeildar Evrópu ef Íslandsmeisturunum tekst að vinna FC Kaupmannahöfn.
Blikar unnu Shamrock Rovers í fyrstu umferðinni og eru nú mættir í aðra umferð.
Þar verður verkefnið töluvert erfiðara þar sem dönsku meistararnir í FCK eru andstæðingurinn.
Fyrri leikurinn fer fram á Kópavogsvelli annað kvöld og sá seinni á Parken í næstu viku.
Sem fyrr segir mætir sigurliðið Sparta Prag en síðar í dag kemur í ljós hver andstæðingur tapliðsins verður í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar, en tapliðið fer í þá keppni.