fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Gat ekki hætt að hrósa Bellingham eftir fyrsta leikinn – „Hann er stórkostlegur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. júlí 2023 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham spilaði sinn fyrsta leik fyrir Real Madrid í nótt og heillaði marga, þar á meðal stjórann Carlo Ancelotti.

Enski miðjumaðurinn gekk í raðir Real Madrid frá Borussia Dortmund fyrir næstum 90 milljónir punda fyrr í sumar.

Kappinn lék sínar fyrstu mínútur fyrir spænska risann í 3-2 sigri á AC Milan í æfingaleik.

„Bellingham heillaði mig mikið,“ sagði Ancelotti eftir leik.

„Hann spilaði mjög vel og liðið þarf að venjast gæðum hans, sem eru ótrúleg. Hvernig hann kemur inn á teiginn er mjög mikilvægt fyrir liðið.“

Ancelotti gat ekki hætt að hrósa Bellingham.

„Hann er stórkostlegur leikmaður. Hann er góður alhliða miðjumaður og kemur með mikinn hraða og ákefð í leikinn.

Hreyfingar hans án bolta eru frábærar og hann er öðruvísi en nokkur annar leikmaður í okkar röðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum

Barcelona staðfestir kaup á sænska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga

Liverpool skellir verðmiða nú þegar West Ham sýnir áhuga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Í gær

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG