fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Eyjan

Kamala Harris þungorð – Segir að þrælaöfgasinnar vilji endurrita söguna með lygum

Eyjan
Mánudaginn 24. júlí 2023 08:00

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var þungorð á föstudaginn þegar hún fór til Jacksonville í Flórída. Þar fordæmdi hún ákvörðun fræðsluyfirvalda í ríkinu en hún sagði hana meðal annars kveða á um að grunnskólanemendum verði kennt að sumir þrælar hafi haft ávinning af því að vera þrælar því þeir hafi öðlast ákveðna færni í þrældómnum og hún hafi komið þeim að gagni.

„Þeir dirfast að ýta áróðri að börnunum okkar. Þetta eru Bandaríkin. Okkur er ekki ætlað að gera þetta. Fullorðnir vita hvað þrælahald fól í sér. Það voru nauðganir. Það voru pyntingar. Börn voru tekin frá mæðrum sínum. Það fól í sér sum af verstu dæmunum um að fólk var svipt mennskunni. Hvernig stendur á því að einhver geti látið í það skína að í þessum hryllingi hafi falist ávinningur fyrir þá sem voru sviptir mannlegum eiginleikum,“ sagði hún.

Hún nefndi Ron DeSantis, ríkisstjóra í Flórída og einn þeirra sem sækist eftir að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, ekki á nafn en vísaði til hans sem „öfgasinna, svokallaður leiðtogi“.

DeSantis sem hefur tekist á við Disney fyrirtækið undanfarna mánuði vegna gagnrýni fyrirtækisins á lög í Flórída sem banna umræðu um kynferði og kyn í skólum, sagði að nýja námsskráin væri nauðsynleg til að koma í veg fyrir frjálslynda innrætingu og sakaði Harris um tilraun til „múgæsingar“ og til að blanda pólitík í söguna.

Hann sagðist ekki hafa komið að ákvörðun fræðsluyfirvalda en varði ákvörðun hennar um að kenna börnum að sumir þrælar hefðu haft ávinning af því að vera í þrældómi. „Það voru fræðimenn sem komu að þessu. Pólitík kom hvergi nálægt þessu,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði

Reitir kynna áform um uppbyggingu á Kringlusvæði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit