fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fundu hljóðeinangrað herbergi á heimili raðmorðingjans Rex – Gæti hafa verið vettvangur morðs

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. júlí 2023 22:00

Rex Heuermann er grunaður um hræðilega glæpi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarlögreglumenn hafa samkvæmt erlendum miðlum fundið hljóðeinangrað herbergi í kjallara á heimili raðmorðingjans Rex Heuermann og eiginkonu hans Ásu Guðbjörgu Ellerup í Massapequa Park í Long Is­land . Telur lögreglan að að minnsta kosti eitt fórnarlamb hans hafi verið drepið í herberginu.

Hafa fínkembt heimilið

Umfangsmikil vinna hefur staðið yfir á vettvangi í ellefu daga, eða frá því að Rex var handtekinn, og nota lögreglumenn meðal annars leitarhunda og radartæki til þess að reyna að finna hvort eitthvað sé grafið í jörðu á og í kringum heimilið, til dæmis lík eða einhverskonar „verðlaunagrip“ sem raðmorðingjar eiga til að halda upp á til að endurupplifa myrkraverk sín. Heimilið og garðurinn er gjörsamlega fínkembt í leit að vísbendingum.

New York Post greinir frá þessu og hefur það eftir nágranna Rex og Ásu, Robert Musto, 64 ára gömlum ellilífeyrisþega sem lýsir Heuermann sem „brjálæðingi“ sem hafði ekki átt í neinum samskiptum við nágranna sína.

Sjá einnig: Segir raðmorðingjann Rex hafa blæti fyrir smávöxnum konum – Réð slíkar í vinnu og lét þær fá niðurlægjandi verkefni

Þarf að sofa með augun opin í fangelsinu

Þá hafa ýmsir skuggalegir gripir verið fjarlægðir af vettvangi. Meðal annars óhugnaleg ljóshærð dúkka í fullri stærð, portrett mynd af konu sem er marin og blá eins og eftir hrottalegt ofbeldi og næstum því 300 skotvopn, skráð og óskráð, sem Rex átti og var afar stoltur af.

Þá hafa borist fregnir af því að Rex þurfi að hafa varann á í Suffolk-sýslufangelsinu þar sem hann er í haldi. Þar eru margir glæpamenn í haldi sem eru frá Long Island og þekkja vel til hryllingsins sem „Gilgo-Beach“-morðin vöktu í samfélaginu. Ofbeldismenn gagnvart konum eru illa séðir í fangelsinu. „Hann þarf að sofa með augun opin,“ hefur New York Post eftir fanga sem dúsir í sama fangelsi.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“