Alex Telles er genginn í raðir Al-Nassr og er nú orðinn liðsfélagi Cristiano Ronaldo.
Telles og Ronaldo þekkjast ágætlega en þeir voru áður saman hjá Manchester United.
Telles náði aldrei að festa sig í sessi á Old Trafford og var lánaður til Sevilla á síðustu leiktíð.
Bakvörðurinn kostar Al-Nassr um 10 milljónir evra en hann er þrítugur að aldri.
Telles á að baki 12 landsleiki fyrir Braslíu og spilaði 30 deildarleiki fyrir Man Utd á þremur árum.