Romelu Lukaku, leikmaður Chelsea, hefur birt ansi áhugaverða færslu á Instagram síðu sína.
Færslan var birt í gær en þar segir Romelu fjölmiðla vera að ljúga um hans samband við stjórn Inter Milan.
Greint vqar frá því í vikunni að samband Lukaku við stjórn Inter sem og leikmenn liðsins væri brotið og að það væri engin leið aftur fyrir hann til félagsins.
Lukaku spilaði með Inter í láni frá Chelsea síðasta vetur en ólíklegt er að hann haldi þangað aftur í sumar.
Lukaku vill þó meina að þetta séu falsfréttir en framtíð hans er í gríðarlegri óvissu eins er.
Belginn er talinn hafa rætt við ítalska stórliðið Juventus sem á að hafa gert marga reiða á San Siro.