Það eru margir sem muna eftir nafninu Dong Fangzhou sem átti að vera einn efnilegasti leikmaður heims á sínum tíma.
Fangzhou var keyptur til Manchester United árið 2004 og var hjá félaginu í fjögur ár og lék einn deildarleik.
Ferill Fangzhou náði aldrei neinum alvöru hæðum en hann spilaði þó 13 landsleiki fyrir Kína frá 2005 til 2007.
Framherjinn lagði skóna á hilluna árið 2004 eftir dvöl í heimalandinu en hann er 38 ára gamall í dag.
Það sem Fangzhou hefur gert eftir að ferlinum lauk er ansi athyglisvert en hann fór í lýtaaðgerð í beinni útsendingu í heimalandinu.
Þar fengu áhorfendur að sjá muninn á Fangzhou fyrir og eftir aðgerðina en hann ákvað að yngja sig töluvert þrátt fyrir að vera aðeins 38 ára gamall.
Stórfurðulegt í raun en myndir af þessu má sjá hér.