Gianluigi Donnarumma hefur tjáð sig um óhugnanlegt atvik sem hann og kærasta hans, Alessia Elefante, upplifðu í vikunni.
Donnarumma er markvörður Paris Saint-Germain og jafnframt aðalmarkvörður ítalska landsliðsins.
Brotist var inn til parsins í París í vikunni þar sem árásarmennirnir reyndu að stela eins mikið af verðmætum og mögulegt var. Donnarumma var bundinn niður og gat lítið gert en það var í höndum kærustu hans að afhenda þjófunum gripina.
Ítalinn var að sjálfsögðu virkilega hræddur á þessum tíma en hefur nú tjáð sig um atvikið í fyrsta sinn.
,,Að komast að því klukkan þrjú um nótt að það sé fólk búið að brjótast inn til þín, það er ekki til verri tilfinning,“ sagði Donnarumma.
,,Ég var bundinn niður og Alessia var neydd til að láta þá hafa alla verðmætu hlutina. Ég get ekki farið út í smáatriði því rannsóknin er enn í gangi.“
,,Við yfirgáfum íbúðina okkar og leyfðum þeim að sinna sinni vinni, við erum á hóteli í dag. Ég var svo hræddur fyrir hönd Alessia, að eitthvað myndi gerast við hana. Ég var hjálparlaus og bundinn niður. Ég gat ekki gert neitt.“
,,Ég er ekki búinn að læra franska tungumálið of vel svo það var erfitt að útskýra hvað væri hvar í íbúðinni.“