Chelsea er ennþá með of marga leikmenn að sögn stjóra liðsins, Mauricio Pochettino, sem tók við í sumar.
Chelsea er að losa sig við fjölmarga leikmenn en stjörnur eins og Mateo Kovacic, Mason Mount og Kalidou Koulibaly eru farnir annað.
Fleiri leikmenn eru á förum frá Chelsea og má nefna sóknarmanninn öfluga Pierre-Emerick Aubameyang sem samdi við Marseille.
Pochettino vill losna við enn fleiri leikmenn áður en tímabilið hefst en enska deildin fer af stað í næsta mánuði.
,,Við erum með of marga leikmenn. Við þurfum að skoða málið og sjá hvað gerist á tímabilinu,“ sagði Pochettino.
,,Það eru margar ákvarðanir sem við þurfum aðs taka en það er gott að geta gefið ungum leikmönnum tækifæri á að láta ljós sitt skína.“