Edinson Cavani, leikmaður Valencia, virðist ekki vera í plönum liðsins fyrir næsta tímabil.
Cavani gekk í raðir Valencia fyrir aðeins 12 mánuðum síðan en hann var fyrir það hjá Manchester United.
Cavani er 36 ára gamall og var ekki valinn í æfingahóp Valencia fyrir komandi tímabil.
Útlit er fyrir það að Valencia ætli að rifta samningi Cavani sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Paris saint-Germain.
Fabrizio Romano segir að Cavani sé ekki inni í myndinni hjá Valencia og þarf að horfa annað ef hann vill spila í vetur.