Lokatilboð Bayern Munchen í framherjann Harry Kane er á leiðinni og er líklegt að það verði samþykkt.
Bayern ætlar að bjóða 100 milljónir punda í Kane sem verður þriðja tilboð liðsins í sumar.
Tottenham hefur hingað til ekki viljað selja Kane sem er mikilvægasti leikmaður liðsins og hefur verið í langan tíma.
Bayern er reiðubúið að borga 100 milljónir punda fyrir Kane sem á aðeins ár eftir af samningi sínum í London.
THe Times fullyrðir þessar fregnir en Kane hefur sjálfur engan áhuga á að skrifa undir framlengingu.