Jesse Lingard virðist ekki vera að velta því mikið fyrir sér að semja við nýtt lið og er upptekinn við annað.
Lingard var á mála hjá Nottingham Forest síðasta vetur en stóðst alls ekki væntingar og er nú án félags.
Lingard er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United en hvar hann spilar í vetur er ekki vitað.
Englendingurinn hefur nú stofnað nýtt knattspyrnulið sem ber nafnið ‘Jlingz FC’ og er staðsett í suður Manchester.
Lingard talar um félagið sem ‘hjarta samfélagsins’ en hann hefur nú þegar stofnað lið í rafíþróttum með sama nafni.
View this post on Instagram