fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Faðir hennar skildi aldrei drauminn og hafði miklar áhyggjur: Óviss með hvað hún gæti þénað – ,,Ég vildi bara gera þetta“

433
Laugardaginn 22. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Natalia Butragueno hefur tjáð sig um hvernig það var að alast upp sem dóttir goðsagnarinnar Emilio Butragueno sem gerði garðinn frægan með Real Madrid.

Emilio var frábær fótboltamaður á sínum tíma en dóttir hans, Natalia, sýndi fótboltanum lítinn áhuga á sínum yngri árum.

Faðir hennar, Emilio, hafði lengi áhyggjur af framtíð dóttur sinnar sem vildi aðeins dansa ballet og horfði í raun framhjá öðrum hlutum.

Í dag er Natalia fræg í ballet heiminum og hefur gert það að sinni starfsgrein. Það var þó ekki auðvelt að sannfæra Emilio á hennar yngri árum að dansgreinin gæti borgað sig á endanum.

Emilio er vonandi stoltur faðir í dag en hann sýndi dóttur sinni stuðning að lokum og er samband þeirra talið gott.

,,Ég byrjaði að dansa því ég hafði mikla ástríðu fyrir því en ég bjóst aldrei við að það yrði mín starfsgrein. Ég held að þetta hafi komið frá móður minni sem dansaði ballet þar til hún varð 18 ára,“ sagði Natalia.

,,Ég var bara þriggja ára gömul þegar ég byrjaði að æfa ballet og við bjuggum þá í Mexíkó vegna vinnu föður míns. Þegar við snerum aftur til Madríd þá fór ég reglulega í tíma þar og átti fjölmarga vini sem ég gat talað um mína reynslu við.“

,,Það var mjög erfitt fyrir pabba minn að skilja hvernig ég ætlaði að lifa á því að dansa ballet. Hann sagði við mig reglulega að ég væri góður nemandi og að ég gæti lært aðra hluti. Ég vildi bara gera þetta.“

,,Hann hefur alltaf sýnt mér hvernig á að gefa allt í verkefnin og aldrei að gefast upp, jafnvel þó erfiðleikar eigi sér stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina