fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Kom öllum á óvart þegar hann svaraði á WhatsApp: Bað um aðstoð og goðsögnin sá skilaboðin – ,,Höfðu kannski þekkst í tvo daga“

Victor Pálsson
Laugardaginn 22. júlí 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi er nú þegar orðinn gríðarlega vinsæll á meðal leikmanna Inter Miami en hann gekk í raðir liðsins nýlega.

Messi er byrjaður að æfa með sínum nýju félögum og var kynntur sem leikmaður liðsins er stór athöfn átti sér stað í Fort Lauderdale í vikunni.

Það var fullt hús þar til að sjá Messi kynntan til leiks en hann er einn besti ef ekki besti fótboltamaður sögunnar.

Liðsfélagi Messi, Leonardo Campana, fékk ekki nógu marga miða á athöfnina og ákvað að spyrja í WhatsApp hóp Miami hvort einhver gæti mögulega reddað honum.

Það var enginn annar en Messi sem kom þá til bjargar en frá þessu greinir DeAndre Yedlin sem er einnig leikmaður liðsins.

,,Þessi stóri viðburður sem var haldinn á sunnudaginn, Campana var að leita að fleiri miðum og spurði hvort einhver gæti hjálpað,“ sagði Yedlin.

,,Svo allt í einu, ég vissi ekki einu sinni að Messi væri hluti af hópnum ennþá. Hann var ekki lengi að svara og sagði: ‘Hversu marga miða þarftu?’ Um leið!“

,,Þeir hafa kannski þekkst í tvo daga eða þrjá. Þetta er frábært dæmi um hvernig manneskja hann er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hentar ekki leikkerfi Amorim

Hentar ekki leikkerfi Amorim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum

Besta deildin: Annað tap Vestra staðreynd – Markalaust í Vestmannaeyjum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Í gær

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Í gær

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“

Máni spyr hver stefnan sé í Garðabænum – „Menn vita ekkert á hvaða vegferð þeir eru og hafa ekki vitað í lengri tíma“
433Sport
Í gær

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti

Fengu skilaboð frá þeim besta eftir að titillinn vannst – Sjáðu hvað hann birti