fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Flúðu stríðið í Úkraínu og fluttu inn til knattspyrnumanns sem er nú á Englandi: Hafði aldrei séð annað eins á ævinni – ,,Hann var himinlifandi“

433
Laugardaginn 22. júlí 2023 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guglielmo Vicario er markmaður sem Tottenham samdi við í síðasta mánuði og kemur til félagsins frá Empoli.

Um er að ræða 26 ára gamlan markmann sem var aðalmarkvörður Empoli undanfarin tvö tímabil.

Vicario og hans fjölskylda eru góðhjartað fólk og tóku inn flóttafólk frá Úkraínu í maí á síðasta ári.

Hanna ásamt syni sínum, Milan, fluttu inn í fjölskylduhús Vicario fjölskyldunnar eftir að stríð braust út í Úkraínu eftir innrás Rússlands.

Mæðgin búa enn í húsinu á Ítalíu en Vicario hefur nú flutt sig til Englands og vonast til að fá tækifæri í London.

,,Þetta er litli bróðir minn,“ sagði Vicario um strákinn Milan sem er aðeins 11 ára gamall.

,,Þegar ég kem heim til Udine og sé fjölskylduna mína þá eyði ég tíma með honum. Hann er góður strákur. Hann fer í skólann og lærir ítölsku.“

,,Ég vona að honum líði vel því staðan í Úkraínu er ekki góð. Við reynum að fá þetta fólk til að brosa og ég vona að þau séu ekki að hugsa um ástandið í landinu.“

,,Við þurftum að notast við Google Translate því Hanna og Milan tala enga ensku. Móðir mín útskýrði síðar fyrir mér að strákurinn væri feiminn því hann hafði aldrei áður hitt fótboltamann.“

,,Ég sýndi honum nokkur myndbönd af mínum leikjum og lét hann fá treyju. Hann var himinlifandi og klæddist henni um leið. Ég lofaði honum því að ég myndi finna akademíu fyrir hann í Udine og leyfa honum að spila líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo

Nákvæmlega ekkert að gerast hjá United og Mbeumo
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn

Besta deildin: KR mistókst að skora í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu

Segðir hegðun fólks til háborinnar skammar – Leggja ungan dreng í einelti á netinu
433Sport
Í gær

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag

Fer í læknisskoðun hjá Arsenal í dag
433Sport
Í gær

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki

Liverpool mun gera eitt tilboð og labba í burtu ef það gengur ekki