fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Ásakar stjörnu um að hafa nauðgað sér í heimahúsi: Tók árásina upp á myndband – ,,Það sem ég upplifði daginn eftir var allt annað en þynnka“

433
Laugardaginn 22. júlí 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á Englandi hefur stigið fram og ásakar stjörnu í ensku úrvalsdeildinni um að hafa nauðgað sér fyrir átta árum síðan.

Konan kemur ekki fram undir nafni en hún var 19 ára gömul á þessum tíma og segir knattspyrnumanninn hafa brotið á sér í partýi í heimahúsi.

,,Það er ekki möguleiki í helvíti að ég hafi verið nógu full til að rotast,“ er á meðal þess sem konan segir og var hún alls ekki dauðadrukkin er árásin átti sér stað.

,,Það sem ég upplifði daginn eftir var allt annað en þynnka. Ég var svo ringluð og meira þreytt en eitthvað annað.“

Hún bendir á að hún hafi aldrei hitt knattspyrnumanninn fyrir kynferðisbrotið en vinur hans hafi svo haft samband nokkrum mánuðum síðar.

Vinur árásarmannsins hafði samband og vildi meina að hún væri mjög hrifin af ákveðnu eiturlyfi sem hún sjálf segist ekki kannast við. Nafn eiturlyfsins er ekki tekið fram.

Atvikið eins og áður sagði átti sér stað í heimahúsi en konan var ásamt vinkonu sinni í einu svefnherbergi íbúðarinnar sem og knattspyrnumaðurinn.

Vinkonan lét sig svo hverfa en konan bað hana vinsamlegast um að loka dyrunum ekki.

,,Það sem ég man eftir það er að meðleigandi minn kemur að hurðinni og bankar fast og spyr hvað sé í gangi.“

,,Fótboltamaðurinn notaði kodda til að hylja sig en það kemur mér á óvart að hann hafi jafnvel opnað dyrnar.“

Stuttu seinna þá komst konan að því að maðurinn hafði tekið kynlíf þeirra upp og sást sýna öðrum viðstöddum myndbandið.

Konan kemur undir nafninu ‘Chloe’ í breskum miðlum en hún segist aldrei hafa farið með málið til lögreglunnar og að það hafi verið grafið og gleymt í átt ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

„Þetta er ástæða þess að ég hata London“

„Þetta er ástæða þess að ég hata London“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Mourinho klár í að skera United úr snörunni – Óvíst hvort leikmaðurinn sé klár

Mourinho klár í að skera United úr snörunni – Óvíst hvort leikmaðurinn sé klár
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Í gær

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo

Garnacho hafnaði því að fara til liðs við Cristiano Ronaldo
433Sport
Í gær

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal

Eftir erfitt sumar er Bayern farið að skoða varaskeifu Arsenal