Það er bull að Manchester City sé nálægt því að tryggja sér varnarmanninn öfluga Josko Gvardiol frá RB Leipzig.
Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano greindi frá því í vikunni að Man City væri að tryggja sér þjónustu króatíska landsliðsmannsins.
Það er hins vegar ekki rétt ef þú spyrð Max Eberl sem starfar sem yfirmaður knattspyrnumála Leipzig.
Eberl viðurkennir að Man City hafi áhuga á Gvardiol en að ekkert sé sett í stein að svo stöddu.
,,Það er ekkert samkomulag á milli okkar og Manchester City. Við erum ekki nálægt því,“ sagði Eberl.
,,Staðreyndin er sú að Man City vill fá hann en við erum alls ekki á sömu blaðsíðu þessa stundina.“