Mjög athyglisvert atvik átti sér stað á fyrsta degi Heimsmeistaramóts kvenna í gær þegar Ástralía og Írland áttust þá við.
Ruesha Littlejohn hjá Írlandi neitaði þá að taka í hendina á Caitlin Foord leikmanni Ástralíu.
Ástæðan er ástarsmband sem Ruesha Littlejohn átti við Katie McCabe en er nú é enda.
El final que nadie quería ver: Ruesha Littlejohn 🇮🇪 esquivando el saludo de Caitlin Foord 🇦🇺pic.twitter.com/fdnSc8bLhW
— Arsenal Women 🇦🇷 (@ArgsenalWFC) July 20, 2023
McCabe og Foord eru nefnilega liðsfélagar hjá Arsenal og virðist ferð þeirra til Ibiza í sumar hafa pirrað Littlejohn hressilega.
Littlejohn tók í hendina á öllum leikmönnum Ástralíu en þegar það kom að Foord tók hún höndina að sér og neitaði að taka í hönd hennar.
Littlejohn og McCabe höfðu verið saman í sjö ár en sambandið er nú á enda, grunar Littlejohn líklega Foord um það að hafa krækt í fyrrum unnustu sína.