Andre Onana markvörður Manchester United vildi ekki fara í treyju númer 1 hjá félaginu og valdi frekar treyjuna sem hann elskar.
Onana er í treyju númer 24 en það er treyjan sem hann hefur alltaf viljað vera í.
Onana þekkir stjóra Man Utd, Erik ten Hag, afar vel en þeir unnu saman hjá Ajax í Hollandik.
Onana tekur við af David de Gea sem aðalmarkvörður Rauðu Djöflanna en Spánverjinn kvaddi í sumar.
Man Utd borgar um 50 milljónir punda fyrir markmanninn sem er annar leikmaðurinn sem félagið kaupir á eftir Mason Mount frá Chelsea.
Our new recruit will wear #️⃣2️⃣4️⃣ 👊
— Manchester United (@ManUtd) July 20, 2023