Andre Onana er ekki næstum jafn góður markmaður og David de Gea að sögn fyrrum leikmanns Manchester United, Dwight Yorke.
Onana verður markmaður númer eitt hjá Man Utd á næstu leiktíð og kemur til félagsins frá Inter Milan.
De Gea hefur í raun verið aðalmarkvörður Rauðu Djöflanna frá árinu 2011 en var látinn fara frítt í sumar.
,,Manchester United þarf að hafa varann á því þú vinnur ekki gullhanskann ef þú ert ekki góður markmaður,“ sagði Yorke en De Gea hélt oftast hreinu á síðustu leiktíð.
,,Ég veit að hann hefur gert mistök og sum á mikilvægum tímum en hver gerir það ekki? Markmennirnir sem Man United er að elta eru ekki næstum jafn góðir og De Gea.“
,,Að skipta um markmann gæti komið í bakið á félaginu. Það er miklu meiri áhætta að fá inn nýjan markmann frekar en að halda sig við De Gea.“