Andre Onana er orðinn leikmaður Manchester United en þessi félagaskipti eru loksins gengin í gegn.
Stuðningsmenn Man Utd hafa beðið eftir þessu í dágóðan tíma en markmaðurinn kemur til liðsins frá Inter.
Onana þekkir stjóra Man Utd, Erik ten Hag, afar vel en þeir unnu saman hjá Ajax í Hollandik.
Onana tekur við af David de Gea sem aðalmarkvörður Rauðu Djöflanna en Spánverjinn kvaddi í sumar.
Man Utd borgar um 50 milljónir punda fyrir markmanninn sem er annar leikmaðurinn sem félagið kaupir á eftir Mason Mount frá Chelsea.
🎶 „What’s my name?“#MUFC pic.twitter.com/R376XfwQm2
— Manchester United (@ManUtd) July 20, 2023