Það stefnir í stríð á milli Fulham og Aleksandar Mitrovic eftir að félagið hafnaði tilboði frá Al Hilal í Sádí Arabíu.
Framherjinn frá Serbíu vill ólmur komast til Sádí Arabíu þar sem hann fær miklu hærri laun en náður.
Al Hilal bauð 35 milljónir punda í Mitrovic í síðustu viku en því var hafnað. Það sættir framherjinn frá Serbíu sig ekki við.
Mitrovic er búinn að láta nána vini vita að hann ætli í stríð við félagið og muni aldrei aftur spila leik fyrir Fulham.
Fulham krefst 52 milljóna punda fyrir framherjann sem Al Hilal ætlar ekki að borga.