Þeir aðilar sem hafa reynt að kaupa Manchester United undanfarna mánuði eru farnir að óttast að Glazer fjölskyldan ætli ekki að selja félagið.
Söluferlið var sett af stað í nóvember en Sheik Jassim frá Katar og Sir Jim Ratcliffe hafa síðan þá barist um félagið.
Síðustu tilboð þeirra í félagið komu í maí og áttu flestir von á því að snemma í júní færi málið að skýrast.
Jassim og Ratcliffe hafa hins vegar ekkert heyrt frá Glazer fjölskyldunni og eru báðir aðilar farnir að hallast að því að félagið verði ekki selt.
Ljóst er að ef félagið yrði selt þá munu nýir eigendur aldrei getað klárað kaupin fyrir lok ágúst þegar félagaskiptaglugginn lokar.