Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, hefur gefið sterklega í skyn að Romelu Lukaku sé á förum frá félaginu í sumar.
Lukaku var ekki valinn í æfingahóp Chelsea fyrir ferð til Bandaríkjanna og var Pochettino spurður af hverju.
Argentínumaðurinn segir að það hafi verið vilji bæði Chelsea og Lukaku að Belginn yrði skilinn eftir heima.
,,Þegar svona ákvörðun er tekin þá er það því allir aðilar eru sammála,“ sagði Pochettino.
,,Félagið og leikmaðurinn eru að reyna að finna besta möguleikann í stöðunni. Við tökum ákvörðun fyrir hönd félagsins og Lukaku er í þeirri stöðu sem hann vildi.“