Joao Felix er ekki sá vinsælasti hjá stuðningsmönnum Atletico Madrid þessa stundina eftir ummæli sem hann lét falla í gær.
Felix er á mála hjá Atletico en var lánaður til Chelsea í janúar og stóð sig nokkuð vel miðað við erfiðar aðstæður.
Felix hefur nú staðfest það að hann vilji ganga í raðir Barcelona en óvíst er hvort félagið sé að skoða hann þessa stundina.
Portúgalinn virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Atletico og miðað við þessi orð er hann að flýta sér burt.
,,Ég myndi elska það að spila fyrir Barcelona. Það hefur alltaf verið minn fyrsti kostur og ég myndi elska að ganga í raðir félagsins,“ sagði Felix.
,,Það hefur verið minn draumur síðan ég var kraki. Ef þetta verður að veruleika þá er þetta draumur að rætast.“