fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Gat ekki klárað viðtalið vegna sársauka: Vonast til að gefa honum stórt faðmlag – ,,Gríðarlega erfitt að sjá hann svona“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, gat ekki horft á allt viðtalið sem hefur vakið gríðarlega athygli í vikunni.

Um er að ræða viðtal við miðjumanninn Dele Alli sem vann með Pochettino hjá Tottenham en er í dag hjá Everton.

Alli talaði um afskaplega erfiða æsku sína og að hann hafi orðið fyrir kynferðisbroti er hann var aðeins sex ára gamall.

Móðir Alli tjáði sig síðar og sagðist ekki hafa hugmynd um brotið en hún var sjálf í mikilli neyslu á þessum tíma.

Pochettino og Alli voru frábærir saman hjá Tottenham í langan tíma en ferill leikmannsins hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár.

,,Auðvitað var gríðarlega erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Ég gat ekki klárað viðtalið því það var of sársukafullt,“ sagði Pochettino.

,,Hann veit að við elskum hann og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur sem manneskja. Sem leikmaður var hann stórkostlegur og sem manneskja var hann með risastórt hjarta. Auðvitað erum við í sambandi.“

,,Eftir ferðina til Bandaríkjanna þá vonast ég til að hitta hann í London, ég vil hitta hann og gefa honum stórt, stórt faðmlag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum

Viðurkennir að hann sé sjálfur að heyra í liðum í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“

Salah opnar sig um hvað átti sér stað – ,,Ég er ekki að ráðast á Liverpool en veit hvernig þeir hafa komið fram við leikmenn“
433Sport
Í gær

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City

Crystal Palace bikarmeistari eftir sigur á Manchester City