fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gat ekki klárað viðtalið vegna sársauka: Vonast til að gefa honum stórt faðmlag – ,,Gríðarlega erfitt að sjá hann svona“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, gat ekki horft á allt viðtalið sem hefur vakið gríðarlega athygli í vikunni.

Um er að ræða viðtal við miðjumanninn Dele Alli sem vann með Pochettino hjá Tottenham en er í dag hjá Everton.

Alli talaði um afskaplega erfiða æsku sína og að hann hafi orðið fyrir kynferðisbroti er hann var aðeins sex ára gamall.

Móðir Alli tjáði sig síðar og sagðist ekki hafa hugmynd um brotið en hún var sjálf í mikilli neyslu á þessum tíma.

Pochettino og Alli voru frábærir saman hjá Tottenham í langan tíma en ferill leikmannsins hefur verið á hraðri niðurleið undanfarin ár.

,,Auðvitað var gríðarlega erfitt fyrir mig að sjá hann svona. Ég gat ekki klárað viðtalið því það var of sársukafullt,“ sagði Pochettino.

,,Hann veit að við elskum hann og hversu mikilvægur hann er fyrir okkur sem manneskja. Sem leikmaður var hann stórkostlegur og sem manneskja var hann með risastórt hjarta. Auðvitað erum við í sambandi.“

,,Eftir ferðina til Bandaríkjanna þá vonast ég til að hitta hann í London, ég vil hitta hann og gefa honum stórt, stórt faðmlag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Í gær

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina