fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Rooney telur best fyrir Maguire að fara þessa leið eftir tíðindi helgarinnar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júlí 2023 14:30

Harry Maguire - Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United segir að best sé fyrir Harry Maguire að hypja sig burt frá félaginu eftir tíðindi helgarinnar.

Erik ten Hag ákvað að svipta Maguire fyrirliðabandinu sem eru skilaboð þess efnis að hann geti farið frá félaginu.

Maguire var fyrirliði United í þrjú og hálft ár en hann sat mikið á bekknum á síðustu leiktíð. „Þetta sannar að stjórinn hefur ekki trú á honum, Harry þarf að hugsa um sig núna,“ segir Rooney.

„Stjórinn hefur látið hann vita að hann er ekki í hans plönum. Ég er viss um að Harry vill fara og spila, fyrir sjálfan sig og ferilinn með landsliðinu. Hann verður að vera í góðri stöðu.“

„Það besta fyrir Maguire núna er líklega að fara.“

West Ham, Chelsea og Tottenham eru öll sögð skoða það að kaupa Maguire frá United en óvíst er hvaða verðmiða United setur á hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum

Stjarna Liverpool númer eitt á listanum í sumarglugganum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent

Liverpool ekki lengi að svara eftir tilkynningu Trent
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri

Vissi nákvæmlega hvert hann myndi skjóta í gær – Hetjan í sögulegum sigri
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“

Hafnar milljörðum og virðist horfa annað – ,,Hann hafði engan áhuga“
433Sport
Í gær

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“

Ummæli Slot koma mörgum á óvart – ,,,Þá get ég leyft honum að spila“
433Sport
Í gær

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“

Kom síðasti leikurinn á föstudag? – ,,Við sjáum til“