Wayne Rooney fyrrum fyrirliði Manchester United segir að best sé fyrir Harry Maguire að hypja sig burt frá félaginu eftir tíðindi helgarinnar.
Erik ten Hag ákvað að svipta Maguire fyrirliðabandinu sem eru skilaboð þess efnis að hann geti farið frá félaginu.
Maguire var fyrirliði United í þrjú og hálft ár en hann sat mikið á bekknum á síðustu leiktíð. „Þetta sannar að stjórinn hefur ekki trú á honum, Harry þarf að hugsa um sig núna,“ segir Rooney.
„Stjórinn hefur látið hann vita að hann er ekki í hans plönum. Ég er viss um að Harry vill fara og spila, fyrir sjálfan sig og ferilinn með landsliðinu. Hann verður að vera í góðri stöðu.“
„Það besta fyrir Maguire núna er líklega að fara.“
West Ham, Chelsea og Tottenham eru öll sögð skoða það að kaupa Maguire frá United en óvíst er hvaða verðmiða United setur á hann.