Benjamin Mendy er mættur aftur í fótboltann og hefur samið við Lorient í Frakklandi til tveggja ára. Gerist þetta örfáum dögum eftir að hann var sýknaður af öllum ákærum gegn sér.
Lorient leikur í efstu deild í Frakklandi en Mendy hefur ekki spilað fótbolta í tæp tvö ár.
Hann var í heildina sýknaður af níu ákærum um kynferðisbrot. Var hann sýknaður af sjö ákærum í janúar en kviðdómur komst ekki að niðurstöðu um tvær þeirra, eina nauðgun og tilraun til nauðgunar. Það var tekið fyrir á ný og var Mendy sýknaður fyrir helgi.
Málið hefur vakið mikla athygli en um tíma var Mendy settur í fangelsi og síðar var hann laus gegn tryggingu. Ákæra var gefin út í öllum málunum og fóru þau fyrir dómara, kviðdómur sýknaði hann í öllum málunum.
Mendy á væntanlega væna summu inni hjá Manchester City sem hætti að borga honum laun í ágúst árið 2021 og bannaði honum að mæta til æfinga.
Samningur Mendy rann út í lok júní á þessu ári og gæti hann átti inni rúmar 11 milljónir punda í laun auk dráttarvaxta en vegna sýknu braut Mendy ekki nein ákvæði í samningi sínum við félagið.
Benjamin Mendy makes his return to football by signing as new Ligue1 side Lorient player, done deal 🚨🟠
Mendy signs until June 2025 as new Lorient left back after he was found not guilty by Chester Crown Court. pic.twitter.com/9bkWiiQ4iZ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2023