Ansi undarlegt atvik átti sér stað í kvöld fyrir leik KR og FH sem fer nú fram á Meistaravöllum.
Það er Fótbolti.net sem vekur athygli á málinu sem tengist framherjanum Kjartani Henry Finnbogasyni.
Kjartan gekk í raðir FH frá einmitt KR eftir síðasta tímabil en skildi ekki vel við sitt uppeldisfélag.
Fótbolti.net segir frá því í textalýsingu snu að vallarþulurinn í Vesturbæ hafi verið með ræðu tilbúna til að heiðra endurkomu Kjartans en svo hafi verið hætt við.
,,KR ætlaði að heiðra Kjartan Henry með viðurkenningarplatta fyrir leikinn. Það var búið að skrifa ræðu fyrir vallarþulinn. Svo kemur formaður KR í blaðamannastúkuna 5 mínútum fyrir leik og segir að KR sé hætt við. Hljómar eins og eitthvað stirt sé á milli,“ kemur fram í textalýsingunni.
Kristján Óli Sigurðsson greinir svo frá því á Twitter að Kjartan hafi afþakkað þakklættisvottinn frá sínu fyrrum félagi.
Kjartan Henry afþakkaði þakklætisvott frá KR. Skil hann vel. ⬛️⬜️
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 18, 2023