Austurríki 0 – 1 Ísland
0-1 Hafrún Rakel Halldórsdóttir(’89)
Íslenska kvennalandsliðið vann Austurríki í kvöld en um var að ræða æfingaleik sem fór fram ytra.
Íslenska liðið spilaði við Finnland hér heima á dögunum og þurfti að sætta sig við afskaplega svekkjandi tap.
Ísland var sigurstranglegra liðið gegn Finnum en Austurríki er með betra lið en þær finnsku og sýndu það í kvöld.
Eitt mark var skorað í leik kvöldsins en það gerði Hafrún Rakel Halldórsdóttir en um fyrsta landsliðsmark hennar var að ræða.