Bayern Munchen var ekkert að spara sig gegn liði Rottach-Egern í æfingaleik sem fór fram í dag.
Þýsku meistararnir undirbúa sig fyrir erfitt tímabil en liðið hafði betur í baráttunni um titilinn gegn Dortmund síðasta vetur.
Það á enn eftir að bæta við leikmönnum hjá Bayern en Harry Kane er sterklega orðaður við félagið.
Sadio Mane spilaði leikinn í dag en hann er að sama skapi orðaður við brottför eftir að hafa komið í fyrra.
Bayern skoraði heil 27 mörk gegn Rottach-Egern í þessari viðureign og fékk þá ekki eitt einasta á sig.
Um er að ræða lið skipað áhugamönnum í Þýskalandi og áttu þeir aldrei, aldrei möguleika í Bayern.